Útsvar: Akureyri - Garðabær

Gott kvöld og velkomin í Útsvar, það er komið að fjórðu viðureigninni í annarri umferð hér hjá okkur.

Liðin sem komin eru áfram eru Fljótsdalshérað, Hafnarfjörður og Árborg.
Og í kvöld kemur það í ljós hvort það verður Akureyri eða Garðabær sem fer áfram eins og þessi þrjú lið sem ég taldi upp áðan.
Þá er það það, Akureyringar velkomnir í bæinn.  Hvernig er stemningin hjá ykkur? 
- Bara fín.
- Finnið þið fyrir því að það séu miklar væntingar til ykkar?  Af því að þið hafið staðið ykkur svo vel framan af og í fyrra.
- Nei, ekkert frekar.
- Eða þið eruð kannski vön því bara.
- Fólk veður ekkert á okkur.
- Og er það bara almennt ekkert að minnast á þetta við ykkur?
- Jú, jú.

...- Eruð þið búin að hittast, mynda stemningu þar sem þið getið lesið hvert annað.
- Já, við hittumst alltaf, fjölskylduvænt alltaf hjá okkur, hádegismatur og kósíheit.. í svona pínulítilli íbúð í 101 (101 er póstnúmerið í miðbæ Reykjavíkur).
- Í 101 ??
Þóra er hissa af því að Reykjavík og Akureyri eru alltaf í dálítilli samkeppni.
- Já, 101 Akureyri!  101 er sko miðbærinn á Akureyri.
- Þið kannski farið þangað einmitt til þess að fá næði.. - 101 er víða.
- En þetta er hörkulið sem þið eruð að fara að mæta, Garðbæingarnir hafa ekki verið auðveldir viðfangs.

Velkomin,
......Þau heita....?  Þau gera....?

Ég get sagt það sama við ykkur, Garðbæingar, ykkur hefur gengið vel.  Finnið þið fyrir því þegar þið farið út í búð?  Það er ekkert verið að hóta ykkur uppsögnum eða svoleiðis, er það?
- Neinei, þessu er tekið með jafnaðargeði í bænum.
- En þú tekur þessu kannski ekki með jafnaðargeði?
- Nei, ekki framan af degi.  Eg tek þetta mjög alvarlega, þetta skiptir máli.
- Akureyringar eru ekkert slorlið.
- Nei, það er þetta með Akureyrarmontið, þau gætu farið verri út ef við töpuðum.
.... Eruð þið búin að hittast og kannski taka leikinn fyrir?
- Neinei, það gengur nú alltaf erfiðlega að finna tíma, við gerum þetta bara eftir hendinni.
- En þið eruð búin að ná miklum hugrenningatengslum hef ég tekið eftir í leiknum, þú sérð hvað hann er að leika áður en hann byrjar.
- Þetta er eitthvað yfirnáttúrulegt, þetta er eitthvað sem við höfum ekki ennþá greint. - Þetta heitir parapsykólógía
- Þetta veit hann, stjórnmálafræðingurinn. 
 

Þau heita, þau gera...

BJÖLLUSPURNINGAR

Við byrjum eins og venjulega á Ómarsbjöllunni okkar  Það er Einar annars vegar og Pálmi hins vegar sem ætla að hlaupa af stað ef þeir kannast eitthvað við þessar spurningar sem við erum að bera hérna upp og það eru allir tilbúnir.

 

1. Í vinsælu dægurlagi var í gamla daga sungið um hann Kela í kjallaranum sem ekkert kunni um kossa og meyjarást.  En hvað var það sem honum brást aldrei?
- Það var reikningslistin.

2. Hvað kallast sú gangtegund íslenskra hesta þar sem samtímis er stigið niður báðum fótum hægra megin og síðan....
- Hvað heitir gangtegundin?
a) Brokk b) Skeið c) Stökk d) Tölt


3. Í fréttum nýlega var sagt frá tilraunum til fiskeldis þar sem alin eru saman þorskur og kræklingur....
- Þetta er í Tálknafirði þar sem kræklingurinn á að éta úrganginn úr þorskinum og hvorttveggja á að dafna vel.
Hvar er Tálknafjörður?

4. Spurning fyrir skíðamenn.  Hversu margar eru alpagreinar....
-  Klassískt eru þær þrjár, svig, stórsvig og brun, en nú er búið að bæta við risasvigi þannig að þær eru fjórar.

5. Halda skaltu hvíldardaginn heilagan. 
-  Þetta er þriðja boðorðið.

Hér er mikið umstang af því að einn keppandinn rekst í vatnsglasið sitt.

 

6.  ...
- Þetta er Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti.
Hvar er Skjálfandafljót?

7. Nýlega var kjörinn Íþróttamaður ársins og...
-  hvað var spurt um?

8. Þá heyrum við brot úr þekktu dægurlagi sem allir ættu að þekkja.  Við spyrjum hvaða lag þetta er og - okkur til skemmtunar þá heyrum við lagið aftur á bak.
- Money for Nothing með Dire Straits.

9. Hvaða ríki tilheyra Azor-eyjar?
- Portúgal.

10. Við sjáum brot úr síðasta áramótaskaupi.
Hvað er spurt um?
- Svar: Fallegur dagur.

11. Hvað kallast sú vika kirkjuársins sem hefst á... (pálmasunnudegi)
- Dymbilvika, kyrravika.

12. Hvaða ár komu Richard Nixon og Pompidou til Íslands?
- 1973

 

VÍSBENDINGASPURNINGAR

Söngvari
Fyrsta platan með þessum söngvara mun hafa komið út 1975 og er á henni að finna lög á borð við :......
og .....
en titill plötunnar var nafn söngvarans og "syngur eigin lög".
- Árni Johnsen?
- Nei

Hann hefur eins og íslenskra skemmtikrafta er siður starfað við ýmislegt og hefur verið ferðamálafrömuður í sinni heimabyggð.  Þá er fræg kvikmynduð þátttaka hans í keppni sem rætur á að rekja til starfsgreinakeppni úr annarri heimsálfu.  Texti í einu af hans frægu lögum hefst á lýsingu á ferð manns yfir landslag...
- Hvað heitir söngvarinn?  Athugið verkefnið "Kántrí" í Norðurlandsvikunni.

Orð
Merking orðsins er auðvitað margföld en í gamni má segja að leita mætti í fyrirbæri sem orðið er haft um skjóls fyrir öðru fyrirbæri sem orðið er líka haft um.  Í þekktri samsetningu sem orðið er notað í  er það haft utan um samgöngutæki.  Orð þetta er nafnorð og líta mætti á nefnifall þess í eintölu sem boðhátt..
- Skúr

Íslenskur kirkjustaður
Taki menn sér það fyrir hendur í skammdeginu að iðka dægradvöl sem vinsæl er hér á landi má segja að heiti kirkjustaðar þessa sé ein af fjórum forsendum þess að besta hugsanlega svar fáist við spurningu sem kennd er við Svartaskóg.  Jörð þessi hefur verið kirkjustaður allt frá tíð fyrstu kristni á Íslandi og þess má líka geta að...
- Er þetta Sleðbrjótur í Jökulsárhlíð (fæðingarstaður Gígju!!)? - Nei.
Þess má líka geta að þótt menn kynnu að ætla annað þá dregur gata ein í Þingholtunum í Reykjavík sem liggur frá Bókhlöðu til Baróns ekki nafn af jörðinni.  Björn Halldórsson var þar prestur á 19.öld..
- Sauðlauksdalur... Nei nei, þetta er Laufás. 

Svo ég útskýri vísbendingarnar þá er "Blackwood" sögn í bridds (bridge) og til þess að hafa alla ásana þarf maður auðvitað að hafa laufaásinn.  Og Laufásvegur í Reykjavík dregur ekki nafn sitt af Laufási við Eyjafjörð.

LEIKSPURNINGAR

Horfið bara

VALSPURNINGAR

BÆJARSTJÓRAR

Þarna snerist þetta aðeins við, Akureyringar eru komnir tólf stigum yfir og þið Garðbæingar fáið að velja fyrst úr þessum fjórum flokkum. 
- Við tökum bæjarstjórana.
- Þá fáum við bara fyrstu spurningu. 
- Þetta er Gísli Einarsson, krati á Akranesi sem gekk í Sjálfstæðiðsflokkinn.
- Og nú eigið þið að segja okkur hvar þessi maður er bæjarstjóri.

Hvar....
 

Þessi heitir Þórir Ingason og er bæjarstjóri .... hvar?

ÓSKARSVERÐLAUN 2007

- Fullt hús þar, hvað má bjóða ykkur, Akureyringar?
- Óskarinn, af þrennu illu.
- Þá byrjum við á eins stigs spurningunni, við spyrjum sem sagt bara um myndir sem fengu Óskarsverðlaun 2007.

Hvað er spurt um og hver eru svörin?

SAGA FLUGSINS

-Ekki kom svar við þessari spurningu.  Akureyringar eru tveimur stigum yfir, tveir flokkar eftir, hvað má bjóða ykkur, Garðbæingar?
-Við ætlum að taka sögu flugsins
(Takið eftir að þau eru öll Íslendingar og velja síðast af öllu Íslendingasögurnar!)

1. Charles Lindbergh var fyrsti maðurinn til að fljúga einn yfir Atlantshafið í einum áfanga.  Hann hóf  flugið í New York en hvar lenti hann?
- Hvar?

2. Þann .... (hvaða dag?) vann Louis Blériot afrek á flugvél sinni Blériot 11 sem gerði hann heimsfrægan á svipstundu.  Hvert var afrekið?
- Hann hefur flogið yfir Ermarsundið.
- Hvað var hann lengi að því?
- Ég man það ekki, ég var ekki með honum.
37 mínútur.

3. Hvaða afrek í sögu flugsins vann Chuck Jäger 14.október árið 1947?
-  Ja, við höldum að hann hafi flogið í kringum hnöttinn án þess að millilenda.
- Það er ekki rétt.
- Ég held hann hafi rofið hljóðmúrinn.
- Það er rétt.
Hvað er hljóðmúrinn?

HRAFNKELS SAGA FREYSGOÐA

1. Hvað er spurt um og hvert er svarið?
Athugið að svarið við þessu er í Austurlandsvikunni á námskeiðinu ykkar.

2. Hverjum fól Þorbjörn faðir Einars smala að reka mál á hendur Hrafnkeli fyrir víg sonar síns?
- Það hefur verið einhver lögfróður maður, væntanlega.  Snorri goði?
- Einhver snillingur þarna niðri á Héraði.
- Það var Sámur Bjarnason.

3. Hér kemur mannlýsing.  Reynið að skrifa hana upp.  Hverjum er svo lýst?

- Vá, myndarlegur maður!  Hlýtur að vera Hrafnkell sjálfur.
- Af því við vitum að hann var í sögunni ætlum við að segja Sámur Bjarnason.
- Nei, það mun hafa verið Þorkell Þjóstarsson leppur.

- Þetta var nú svolítið skemmtilegur flokkur.

Staðan er þannig að Akureyringar eru yfir....

Eftir hlé förum við í

STÓRU SPURNINGARNAR


Garðabær velur 15 stig.
Hver varð fyrsti kanslari Vestur-Þýskalands eftir kosningarnar 1949?
- Konrad Adenauer.  Ég hitti son hans og var með honum heilan dag.

Akureyri velur 10 stig.
- Algeng mælieining er pund það sem kennt er við Du poid.  Hversu margar únsur eru í slíku pundi?
- Ég ætla að segja tíu únsur.
- Ekki rétt. 
- Við segjum tólf.
- Sextán.
- Asnalegt kerfi!

Garðabær velur 10 stig.
Allir vita að Neil Armstrong varð fyrsti maðurinn til þess að stíga á tunglið.  En hver var annar maðurinn til þess?
- Edwin Aldrin (Buzz)

Akureyri velur 15 stig.  Við sjáum mynd.
Hér sjáum við Flosa Ólafsson í hlutverki sínu í myndinni Hrafninn flýgur.  Hvað heitir persónan sem Flosi leikur?
Hvað heitir hann?

Garðabær velur 15 stig.
- Hver var það sem valdi Sál sem fyrsta konung Ísraels?
(Þið eigið náttúrlega símavininn eftir).
Við ætlum að hringja í vin.  Hann heitir Guðni Tómasson, sálfræðingur og ábyggilega klár.
- Nei, því miður, ég klikka á þessu.  Takk fyrir.
- Það hlýtur að hafa verið Abraham sem velur fyrsta konung Ísraels.
Hverju svara Akureyringar?
- Nei, Samúel var það.

Akureyri velur 5 stig.
Hvaða fjall er spurt um og hvað verslunarstað?

Akureyri vann en af hverju hefur Garðabær ennþá von um að komast áfram í keppninni?