skammstafanir

 

 

 

t.d.
er
e-r
sem
borðar
3 kg
af nammi
v/græðgi
e-ð
veikur
a.m.k
er
hann
m/e-n
hita

Skammstöfun þýðir að í stað orðs eru skrifaðir nokkrir stafir úr orðinu eða orðasambandinu.

Skammur þýðir þarna stuttur (stytting), eins og skammdegi er orð yfir tímann þegar dagur er mjög stuttur á Íslandi.  Þá er einnig talað um skammdegisþunglyndi, en samkvæmt rannsóknum teljast a.m.k. 50 % (prósent) íslensku þjóðarinnar þjást af því þunglyndi.
En, þetta var útúrdúr.

Hér eru nokkrar algengar skammstafanir í íslensku.
t.d. - til dæmis
a.m.k. - að minnsta kosti
o.s.frv. - og svo framvegis
þ.e. - það er
s.s. - svo sem
þ.h. - þess háttar
e.h. - eftir hádegi
f.h. - fyrir hádegi
f.Kr. - fyrir Krist
e.Kr. - eftir Krist
kr. - krónur
samkv. - samkvæmt
es. - eftirskrif (sama og ps.)
 

Mælieiningar eru ekki með punkti á eftir.
Nokkur dæmi:
m - metri
km - kílómetri
l - lítri
dl - desilítri
kg - kílógramm (kíló)
g - gramm/grömm
sek - sekúnda/sekúndur
 

Þriðja tegundin af skammstöfunum er þar sem fyrsti og síðasti stafur orðs er skrifað með bandstriki á milli.  Orðin eru ekki alltaf í nefnifalli.  Í venjulegum skrifum þykir fallegra að skrifa orðin sjálf, en þetta er mikið notað í uppflettibókum s.s. orðabókum og í skýrslum.  Hér eru nokkur dæmi:
e-s konar - einhvers konar
e-ð - eitthvað
e-r - einhver
e-um - einhverjum
e-u - einhverju
e-a - einhverja
e-n - einhvern

Fjórða tegundin er skammstöfun með skástriki.
Eiginlega eru bara notaðar þessar tvær.
m/sultu - með sultu
v/málsins - vegna málsins

VERKEFNI
Prófið að nota skammstafanir í samfelldum texta.
Dæmi: Ég kom e.h. og drakk 1 l af kóki en e-r gaf mér e-s konar nammi en a.m.k. fjórum fannst e-ð skrítið bragð af því.  .... o.s.frv.