Að vinna í búð


Er skemmtilegt eða leiðinlegt að vinna í búð?
Hvað segja Ásta Kristín og Bergur?
Þau vinna í 10-11 búðinni niðri í Austurstræti.

 

Það gengur ýmislegt á hér í Austurstræti!

18 ára - fædd á Selfossi - býr í Reykjavík í Þingholtunum, rétt hjá Hlemmi 26 ára - uppalinn í Garðabænum - býr í Reykjavík
Er gaman að vinna í 10-11?  
Já, það er rosalega gaman.  Mjög skemmtilegt fólk sem er að vinna hérna, alltaf hresst fólk hérna í vinnunni! Já, mjög mikið fjör, alltaf eitthvað nýtt að gerast.  Svo er búðin á besta stað í bænum, alveg í miðbænum!
Hvað gerið þið hérna?  
Ég geri margt.  Ég fylli á, ég vinn á kassa og svo sé ég um brauðdeildina.  Ganga frá brauðunum og sjá um bakaríið. Fyrst var ég yfir bakaríinu, en núna er ég í öllum deildum.  Ég er í grænmetinu, fylla á og vinn líka á kassa.
Hvað er leiðinlegast í vinnunni?  
Að vera of lengi á kassa! Mér verður illt í fótunum.  Þess vegna er gaman að fylla á. Eiginlega ekkert.
  Er mikið að gera hérna?
Já! Já, rosalega mikið.  Og það koma tarnir í hádeginu.  Þá þarf að opna 3 kassa.
Eru viðskiptavinirnir alltaf skemmtilegir?  
Langoftast.  Bara gott fólk.
En, sumir eru auðvitað stressaðir og pirraðir.
Já, eins og sumir komi bara til að rífast!  En, já, oftast bara gott fólk.
Við erum í miðbænum og stundum þurfum við að hringja á lögregluna.  Það gengur ýmislegt á hérna í Austurstræti! Já, mikið af ólukkufólki sem er í miðbænum líka.  Stundum rónar sem sofna hérna fyrir framan.  Þá verður lögreglan að koma og sækja fólkið.

Já, það gengur ýmislegt á hér í Austurstæti (þau hlæja).

En, eigið þið áhugamál fyrir utan vinnuna?  
Já, bara hitta vini og vinkonur og svona.  Slappa af, fara í bíó.... Mitt aðal áhugamál er að vinna.  Ég vinn líka á bar um helgar.
Þar fyrir utan sef ég!
Og er gott að búa á Íslandi?  
Ég er fædd á Selfossi og það er ekki gaman að búa þar.  En, það er fínt hérna í Reykjavík! Það er fínt að búa á Íslandi.
Dýrt - en gott!