|
|
Er skemmtilegt eða leiðinlegt að vinna í búð? |
Það gengur ýmislegt á hér í Austurstræti! |
|
|
|
18 ára - fædd á Selfossi - býr í Reykjavík í Þingholtunum, rétt hjá Hlemmi | 26 ára - uppalinn í Garðabænum - býr í Reykjavík |
Er gaman að vinna í 10-11? | |
Já, það er rosalega gaman. Mjög skemmtilegt fólk sem er að vinna hérna, alltaf hresst fólk hérna í vinnunni! | Já, mjög mikið fjör, alltaf eitthvað nýtt að gerast. Svo er búðin á besta stað í bænum, alveg í miðbænum! |
Hvað gerið þið hérna? | |
Ég geri margt. Ég fylli á, ég vinn á kassa og svo sé ég um brauðdeildina. Ganga frá brauðunum og sjá um bakaríið. | Fyrst var ég yfir bakaríinu, en núna er ég í öllum deildum. Ég er í grænmetinu, fylla á og vinn líka á kassa. |
Hvað er leiðinlegast í vinnunni? | |
Að vera of lengi á kassa! Mér verður illt í fótunum. Þess vegna er gaman að fylla á. | Eiginlega ekkert. |
Er mikið að gera hérna? | |
Já! | Já, rosalega mikið. Og það koma tarnir í hádeginu. Þá þarf að opna 3 kassa. |
Eru viðskiptavinirnir alltaf skemmtilegir? | |
Langoftast. Bara gott fólk. En, sumir eru auðvitað stressaðir og pirraðir. |
Já, eins og sumir komi bara til að rífast! En, já, oftast bara gott fólk. |
Við erum í miðbænum og stundum þurfum við að hringja á lögregluna. Það gengur ýmislegt á hérna í Austurstræti! | Já, mikið af ólukkufólki sem er í miðbænum líka. Stundum rónar sem sofna hérna fyrir framan. Þá verður lögreglan að koma og sækja fólkið. |
Já, það gengur ýmislegt á hér í Austurstæti (þau hlæja). |
|
En, eigið þið áhugamál fyrir utan vinnuna? | |
Já, bara hitta vini og vinkonur og svona. Slappa af, fara í bíó.... | Mitt aðal áhugamál er að vinna. Ég vinn líka á bar um helgar. Þar fyrir utan sef ég! |
Og er gott að búa á Íslandi? | |
Ég er fædd á Selfossi og það er ekki gaman að búa þar. En, það er fínt hérna í Reykjavík! | Það er fínt að búa á Íslandi. Dýrt - en gott! |