Eldgos á Íslandi

Núna hófst eldgos á milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls.
Staðurinn þar sem eldgosið er heitir Fimmvörðuháls.
Það er mikið útivistarsvæði, þarna fer fólk oft í fjallgöngur og svo er Þórsmörk rétt hjá.

Mesta hættan af gosinu er sú að fyrst það byrjaði að gjósa þarna, þá gæti Katla í Mýrdalsjökli gosið.  Það hafa í gegnum söguna verið hræðileg gos! og þá myndi skapast alvarleg hætta fyrir fólk í nágrenni jöklanna - sem og aska gæti orðið mikil og hún er mjög hættuleg fyrir skepnur og eins getur hún mengað drykkjarvatn.

Skoðið fréttir af gosinu og segið frá.
Þið getið t.d. hugsað ykkur að þið séuð að segja vini frá sem er forvitinn um Ísland en býr ekki hérna.

Helstu fréttir á netinu eru á:
www.mbl.is
www.visir.is
www.ruv.is