málfræðihefti 

Málnotkun

fjarnám - vefskoli.is


Að eiga, verða og þurfa
að gera eitthvað!

að eiga að verða að þurfa
  • skipun
  • nauðsyn og núna
  • nauðsyn, en má stundum bíða.
Ég á að fara að sofa núna.
Af hverju?
Mamma segir það!
Ég verð að fara að sofa
Af hverju?
Annars vakna ég ekki á réttum tíma á morgun og það finnst mér hræðilegt!
Ég þarf að fara að sofa (geri það eftir hálftíma).
Af hverju ekki strax?
Væri betra, en mig langar ekki!
Ég á að fara til tannlæknis á morgun.
Af hverju?
Hann bókaði mig þá.
Ég verð að fara til tannlæknis.
Af hverju?
Ég er með tannpínu.
Ég þarf að fara til tannlæknis.
Af hverju?
Af því að  það er svo langt síðan ég fór. 
Ég á að gera heimavinnuna mína.
Af hverju?
Af því að kennarinn segir það.
Ég verð að gera heimavinnuna.
Af hverju?
Af því að annars fell ég á prófinu.
Ég þarf að gera heimavinnuna mína. 
En, ef ég býð þér í bíó?
Ég veit ekki, það er próf á morgun.  Ég hugsa málið.
Ég á að vera á morgunvakt á morgun.
Af hverju?
Það er skipulagið.
Ég verð að vinna í dag.
Af hverju?
Það eru allir veikir nema ég!  Ég er ómissandi!
Ég þarf að vinna í dag.
En þá getum við ekki farið í bæinn.
Kannski tek ég bara frí. 
Allir eiga að hugsa vel um börnin sín! Ég verð að hjálpa dóttur minni að læra.
Þess vegna get ég ekki spjallað lengur.
Ég þarf að kenna syni mínum að reima. 
Það tekur bara tíma :)